Læsi

Læsi – Rit um grunnþætti menntunar

Í þessu riti er fjallað um læsi í víðum skilningi. Hefðbundið læsi tengist kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta. Læsi í víðum skilningi vísar hins vegar til þess að nemendur nái tökum á ýmsum táknkerfum og miðlum; kunni til dæmis að búa til vef eða stuttmynd eða þjálfist í að leggja mat á margs konar efni, til að mynda fréttir og auglýsingar. Tungumálið er jafnmikilvægt og áður en er nú í sambýli við aðra tjáningarmiðla sem gegna afar mikilvægu hlutverki í námi, starfi og lýðræðisþátttöku fólks.

Þetta er eitt af sex heftum í ritröð um grunnþætti menntunar sem mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntamálastofnun gáfu út sameiginlega.

 

Tenging við menntastefnu Læsi
Gerð efnis Fræðilegt
Markhópur Börn 1-16 ára og starfsfólk
Viðfangsefni Læsi og samskipti

    Notice: Undefined variable: src in /home/u4101menntastefn/public_html/wp-content/plugins/vanilla-pdf-embed/vanilla-pdf-embed.php on line 103

  • Notice: Undefined offset: 1 in /home/u4101menntastefn/public_html/wp-content/themes/menntastefna/single-tool.php on line 158
Scroll to Top