Við mælum með því að allir mæti á fjarnámskeið 10 min áður en þau eiga að hefjast til að tryggja að losað hafi verið um tæknilegar flækjur þegar að námskeiðið hefst.
* Ath. vegna fjarnámskeiða á Google Meet!Þátttakendur þurfa að vera skráðir inn á Google reikning til að geta tekið þátt í námskeiðinu, nema ef annað er tekið fram. Ekki er nauðsynlegt að um @gskolar.is reikning sé að ræða nema ef námskeiðið nýtir Google Classroom.
Best er að nota Google Chrome netvafrann til að tengjast Google Meet fjarfundi en einnig er hægt að nota Safari, Firefox og Microsoft Edge. Notendur fá upp villuskilaboð ef reynt er að tengjast í gegnum Internet Explorer.
Ef þú þarft að fá nýtt lykilorð er best að hafa beint samband við UTR utr@reykjavik.is eða í síma 411-1900
Ráðgjöf og stuðningur
Starfsfólk skrifstofu Skóla- og frístundasviðsveitir fjölbreytta ráðgjöf og stuðning m.a. með miðlun upplýsinga á sérstökum vefsvæðum sem stutt geta við innleiðingu menntastefnunnar og stuðla að þróun og nýsköpun.
Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélag sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Til þess að svo megi verða er mikilvægt að skóla- og frístundasvið hafi frumkvæði að því að skapa vettvang sem stuðlar að þróun þess. Með þátttöku í lærdómssamfélagi fær starfsfólk í skóla- og frístundastarfi tækifæri til að tengjast, miðla þekkingu og reynslu ásamt því að byggja upp traust og samvinnu.
Skóla- og frístundasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa gert með sér samning sem felur í sér að skóla- og frístundasvið greiðir fyrir skipulag og utanumhald sértækra námskeiða og ráðgjöf og leiðsögn frá MVS til starfsstaða og MVS hýsir viðburði og kynnir starfsemi SFS á sviðinu. Má þar nefna viðburði þar sem menntastefnan og áhugaverðar rannsóknarhugmyndir fyrir meistaranema eru kynntar. Einnig viðburði þar sem nýsköpun og þróun í skóla- og frístundastarfi eru kynnt. Starfsstaðir geta óskað eftir að fá fræðslu og ráðgjöf frá kennurum á menntavísindasviði með því að hafa samband við Katrínu Valdísi Hjartardóttur starfsþróunarstjóra á Menntavísindastofnun.