Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

Öll sem eitt

Helstu markmið verkefnisins eru;

  • að stuðla að bættri líðan hinsegin barna og unglinga og bregðast við aukinni þörf á þjónustu við þau í skólum og félagsmiðstöðvum.
  • að auka virkni og þátttöku hinsegin barna og unglinga í faglegu frístundastarfi með því að bjóða upp á starf fyrir þau í öruggu umhverfi með vel þjálfuðu starfsfólki.
  • að styrkja sjálfsmynd og stuðla að aukinni sjálfsþekkingu hinsegin barna og unglinga með því að kortleggja hópinn og bjóða upp á sértækt hópastarf fyrir hinsegin börn og unglinga sem þurfa styrkingu.
  • að auka foreldrasamstarf félagsmiðstöðva við foreldra hinsegin barna og unglinga.
  •  aðstuðla að aukinni þekkingu og færni starfsfólks félagsmiðstöðva í starfi með hinsegin börnum og unglingum í félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Samstarfið nær til allra frístundamiðstöðva og félagsmiðstöðva í borginni,  Samtakanna 78, fagskrifstofu frístundamála, þekkingarmiðstöðvar í málefnum fatlaðra barna og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar

Verkefnastjóri er Hrefna Þórarinsdóttir

Verkefnið fékk 4.000.000 kr. úr B-hluta þróunarsjóðs fyrir skólaárið 2021-2022.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling
Starfsstaður Frístundastarf, Grunnskóli
Skólaár 2021-2022
Viðfangsefni Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling, hinsegin
Scroll to Top