Félagsfærni

Staðreyndir um stöðu kvenna í heiminum

Kveikjur að umræðum í bekknum um jafnrétti og stöðu kvenna í heiminum. – sjá staðreyndir um stöðu kvenna á heimsvísu hér að neðan:

Tenging við menntastefnu Félagsfærni
Gerð efnis Ítarefni
Markhópur 9-16 ára nemendur og starfsfólk
Viðfangsefni jafnrétti kynja, Andleg og félagsleg vellíðan,
  • Nokkrar ástæður fyrir því að við höldum alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars ár hvert og staðan í veröldinni á árinu 2019:

    • 62 milljónir stelpna í heiminum fá ekki að ganga í skóla
    • Á hverju ári ganga um 15 milljón stelpna undir 18 ára aldri í hjónaband án þess að hafa nokkuð um það að segja sjálfar
    • 4 af hverjum 5 fórnarlömbum mansals í heiminum eru stelpur og konur
    • Talið er að allt að 70% fólks í láglaunastörfum í heiminum séu konur
    • Í Bretlandi sinna útivinnandi mæður að meðaltali 15 klst á viku í heimilisstörf en feður um 5 klst
    • Á heimsvísu eru konur með lægri laun en karlar fyrir sömu eða sambærileg stör
    • Í Pakistan eru um 500 konur á ári fórnarlömb heiðursmorða
    • Í Egyptalandi er tæplega helmingur fórnarlamba nauðgana myrtur vegna þess að nauðguninni fylgir svo mikil skömm fyrir fjölskyldu fórnarlambsins
    • 150-300 konur verða fyrir sýruárás á hverju ári í Bangladesh
    • Í Nígeríu eru tæplega 15% þeirra sem þurfa að leita læknisaðstoðar vegna kynsjúkdóma stelpur undir 5 ára aldri
    • 1 af hverjum 4 körlum í Suður Afríku hefur átt samræði við stúlku undir 18 ára aldri gegn vilja hennar (nauðgað henni)
    • Á milli 100 og 140 milljónir stúlkna og kvenna í heiminum hafa gengist undir limlestingu á kynfærum (e. female genital mutilation) Engar læknisfræðilegar aðstæður eru á bak við limlestingu á kynfærum kvenna
    • Kynferðisleg árás á sér stað í Bandaríkjunum að meðaltali á 2,5 mínútna fresti
    • 1 af hverjum 6 konum í heiminum hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi
    • Í heiminum eru kvenkyns forsætisráðherrar eða forsetar tæplega 7%
    • Á Íslandi eru konur tæplega 12% forstjórar stærri fyrirtækja.
    • Engin kona er forstjóri félags á íslenskum hlutabréfamarkaði

    Notice: Undefined offset: 1 in /home/u4101menntastefn/public_html/wp-content/themes/menntastefna/single-tool.php on line 158
Scroll to Top