Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Fjölmenningarleg félagsmiðstöð

Í þessu myndbandi talar Ása Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar um fjölmenningarlegt félagsmiðstöðvarstarf.  Fjöltyngdum börnum hefur fjölgað í hverfinu og sérstaklega börnum sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og með tilkomu Birtu. Í Tónabæ starfar fjöltyngdur starfsmaður sem talar mörg tungumál en er að læra íslensku eins og mörg barnanna. Það er öryggi fyrir þau börn sem tala sama tungumál og hann og hann er í sömu sporum og önnur börn sem eru byrjendur í íslensku. Hann er brúarsmiður í félagsmiðstöðinni sem hjálpar öðru starfsfólki að kynnast börnunum betur, hvaða áhugamál og styrkleika þau hafa.

Þátttaka barna af erlendum uppruna í starfinu hefur aukist og í félagsmiðstöðinni læra börn hvernig þau geta nýtt frítíma sinn á uppbyggilegan hátt. Starfsfólk og börn kenna hvoru öðru um tungumál og menningu hvors annars. Fjölbreytileikanum er fagnað dagsdaglega og ýmsar hátíðir haldnar sem tengjast fjölbreyttri menningu barnanna.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Ítarefni, Myndbönd
Markhópur Starfsfólk og starfsþróun
Viðfangsefni fjölmenning, félagsfærni, sjálfsefling, félagsmiðstöð

  • Notice: Undefined offset: 1 in /home/u4101menntastefn/public_html/wp-content/themes/menntastefna/single-tool.php on line 158
Scroll to Top