Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling

Er ég strákur eða stelpa?

Saga fyrir elstu leikskólabörnin til að skoða kynjahlutverk og staðalímyndir.
Sagan er tekin úr bók Írisar Arnardóttur „Eru fjöllin blá?“ og heitir „Er ég strákur eða stelpa?“
Henni fylgja spurningar sem hægt er að spyrja börnin eftir lesturinn og búa til umræður.
Sjá hér neðar.

Tenging við menntastefnu Félagsfærni, Læsi, Sjálfsefling
Gerð efnis Verkefni
Markhópur 4-6 ára leikskólabörn.
Viðfangsefni Andleg og félagsleg vellíðan, Jafnrétti, Sjálfsmynd, Staðalmyndir, Kynjahlutverk
  • Er ég strákur eða stelpa?

    Á morgnanna þegar ég vakna klæði ég mig í fötin mín. Í dag fer ég í rauða peysu og bláar buxur. Svo fer ég í krókódílasokka. Krókódílasokkarnir mínir eru skemmtilegir því þeir passa að kuldinn klípi ekki í tásurnar mínar þegar það er kalt.
    Ég ætla að fara á leikskólann í dag og leika við vini mína.
    Ég er alltaf samferða pabba á leikskólann af því að hann vinnur á sama leikskóla og ég er í en hann er ekki á deildinni minni. Hann er hjá yngstu krökkunum.
    Einn vinur minn er stelpa og annar vinur minn er strákur.
    Í dag kemur gestur á leikskólann. Það kemur lögreglukona sem ætlar að kenna okkur umferðarreglurnar.
    Ég hlakka mikið til.
    Þegar ég fer af leikskólanum í dag ætlar afi að sækja mig og ég fæ að fara í jeppann hans. Við ætlum að fara í Byko af því að afi ætlar að kaupa borvél handa ömmu í afmælisgjöf. Amma er rosalega flink að smíða.
    Einu sinni var ég með ömmu og afa í sumarbústaðnum. Þá smíðaði amma sandkassa handa mér og ég fékk að hjálpa til.
    Afi bakaði rosalega fína súkkulaðiköku á meðan við vorum að smíða og við fengum að borða þegar við vorum búin með verkið.
    Mér finnst alveg rosalega gaman á veturna af því að þá er stundum svo mikill snjór og mér finnst gaman að leika mér á sleða. En skemmtilegast af öllu er þegar ég fæ að fara með mömmu í vinnuna. Mamma vinnur á stórri gröfu og þegar enginn sér til fæ ég að sitja í stóru skóflunni framan á gröfunni og mamma lætur mig síga upp og niður. Svo mokar hún öllum snjónum í stóra hrúgu og ég og vinir mínir í götunni, þar sem ég á heima, byggjum snjóhús.
    Einu sinni gerðum við rosa flott snjóhús og ég náði í bangsana mína og klæddi þá í húfu og vettlinga. Svo drukkum við heitt kakó í snjóhúsinu. Einn bangsinn á alveg eins húfu og ég, svona bláa húfu með pókemon-mynd.
    Á kvöldin, þegar ég fer að sofa, reyni ég alltaf að hugsa um eitthvað fallegt.

    Spurningar sem hægt er að spurja börn eftir lestur sögunnar:

    1. Er ég strákur eða stelpa?
    2. Vinna margar konur á gröfu?
    a. Af hverju / ekki?
    3. Vinna margir menn á leikskóla?
    a. Af hverju / ekki?
    4. Eiga strákar bangsa? En dúkkur?
    5. Eiga stelpur bíla og gröfur?
    6. Þarf einhver að vera mamman eða einhver pabbinn í mömmó?
    a. Af hverju / ekki?
    7. Baka afar súkkulaðikökur?
    a. Af hverju / ekki?
    8. Kunna margar mömmur að smíða og bora?
    a. Af hverju / ekki?
    9. Eru margar konur sem geta gert við bíla?
    a. Af hverju / ekki?
    10. Er bansi með bláa húfu stelpubangsi eða strákabangsi?
    a. Afhverju / ekki?
    11. Er eitthvað óvenjulegt við söguna?
    a. Hvað?


    Notice: Undefined offset: 1 in /home/u4101menntastefn/public_html/wp-content/themes/menntastefna/single-tool.php on line 158

  • Notice: Undefined offset: 1 in /home/u4101menntastefn/public_html/wp-content/themes/menntastefna/single-tool.php on line 158
Scroll to Top