Í leikskólanum Fífuborg er haldið bókabíó í hverjum mánuði. Þá bjóða elstu börnin öðrum börnum í leikskólanum í „bíó“.
Heil bók er skönnuð inn og sett upp í glærusýningu. Kennarinn les bókina og skemmtilegast er þegar öll börnin geta verið með á bíósýningunni og tekið þátt í lifandi frásögn með texta og mynd.